Langisandur fyrir alla.

Samráð og samtal við íbúa er mikilvægt. Það er líka mikilvægt að hlusta og skilja hvað þeir segja og fylgja samtalinu eftir í sátt.

desember 2020

Taktu þátt og hafðu áhrif.

Markmiðið með samkeppninni er að fá hugmyndir um framtíðarskipulag svæðisins í heild sem tengir m.a. strandsvæði, skólasvæði, framtíðar uppbyggingarreit og hafnarsvæðið. Þetta er stórt verkefni um dýrmætt svæði og því mikilvægt að kalla eftir skoðunum flestra. „Við viljum hefja þessa vegferð og skapa svæði sem mótast af vellíðan og heilsu fyrir alla notendur og skiptir okkur máli að fá íbúana með í lið en þetta svæði er okkar svæði“ segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri.

desember 2020 - janúar 2021

Íbúakönnun um framtíð og skipulag Langasandssvæðið

Rafræn íbúakönnun fer fram um framtíð og skipulag Langasandssvæðisins í desember 2020 fram í janúar 2021

2. mars 2021

Þrjú teymi dregin út til þátttöku

Apríl Arkitekter, Kanon Arkitektar og Landmótun sf. ásamt Sei Stúdíó eru þau þrjú teymi sem taka þátt í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Langasandssvæðisins á Akranesi.

Í keppnislýsingu segir meðal annars:

„Gert er ráð fyrir að ein tillaga verði valin til verðlauna og fái aukalega greitt kr. 1.000.000 án vsk. Akraneskaupstaður stefnir að því að ráða vinningsteymi til að vinna deiliskipulag fyrir svæðið".

júlí 2021

Niðurstöður íbúakönnunar birtar.

Svo var spurt út í ógnanir svæðisins og þá voru langflestir sem nefndu uppbyggingu á svæðinu, t.d. íbúðablokkir, mannvirki, atvinnuhúsnæði og verslanir. Að lokum, þegar kom að tækifærum fyrir svæðið þá var aftur talað um að bæta þjónustu, auka notkun Langasandssvæðisins til útivistar og nýta svæðið betur sem kynningu fyrir Akranes.

Af könnuninni má sjá að að svæðið er gríðarlega mikilvægt í huga bæjarbúa og stór hluti af ímynd bæjarins.“

24. september 2021

Verðlaunaafhending

Við hátíðlega athöfn föstudaginn 24. september var tilkynnt um niðurstöðu dómnefndar í hugmyndasamkeppni um Langasandssvæðið á Akranesi. Þrjú teymi voru dregin í forvali í febrúar síðastliðinn og hófst samkeppnin formlega í lok mars. Þau teymi sem tóku þátt voru April Arkitekter, Kanon Arkitektar og Landmótun sf. ásamt Sei Stúdíó.

„Svæðið Langisandur er svæði okkar allra og ekki hægt að framkvæma þessa samkeppni nema í fullu samráði við íbúa. Þessi aðferðafræði okkar í samkeppninni hefur vakið athygli annara sveitarfélaga til eftirbreytni við að auka íbúalýðræði og samráð, þetta er okkar hjartans mál“ sagði Sævar Freyr bæjarstjóri.

„Langisandur er svæði sem er í eigu íbúa á Akranesi og er það einlægur vilji Akraneskaupstaðar að halda áfram uppbyggingu á því svæði í sátt og samlyndi íbúa og náttúru. Hugmyndir tveggja teyma um þéttingu byggðar voru helst til of miklar en dómnefnd var sammála um að slík uppbygging væri álitlegur valkostur og þyrfti að útfæra hana betur með framangreind atriði í huga“ sagði Ragnar B. Sæmundsson formaður dómnefndar.

september 2021

Vinningstillagan - Langisandur fyrir alla

Langisandur fyrir alla - Landmótun og Sei Stúdíó
Tillagan Langisandur fyrir alla er lágstemmd en full næmni sem dregur fram fegurð og notagildi svæðisins. Þá ber að nefna hvernig aðgengi að sandinum og sjónum er aukið á einstakan hátt með aðgengi fyrir alla í fyrirrúmi.

13. desember 2021

Fundur í skipulags og umhverfisráði

Drög að verksamningi við Landmótun og Sei studio varðandi deiliskipulag við Langasand og Sólmundarhöfða.

Samkvæmt leit á akranes.is þá er þetta eina fundargerðin þar sem minnst er á þennan verksamning.

27.04.2022

Bær fyrir fólkið.

Góð grein eftir Líf Lárussdóttir, formann bæjarráðs, rituð fyrir síðustu kostningar. Þar fer hún yfir mikilvægi þess að allar breytingar séu gerðar í góðri sátt og í samvinnu við íbúa.

Við eigum að vera ófeimin við að auka samtalið við íbúana, gera viðhorfskannanir og fáum raddirnar upp á borðið. Tökum svo ákvarðanir út frá því og verum bær sem virkar – fyrir fólkið en ekki öfugt“.

3. desember 2022

Stefnt að byggingu á hóteli og baðlóni við Jaðarsbakka

Skagafréttir eru fyrstir með fréttirnar af hugmyndum um hótelbyggingu og baðlón við Langasand.

Þar kemur fram að Ísold fasteignafélag hefur ráðið Basalt arkitekta sem hönnunaraðila verkefnisins.
Ekkert er minnst á að Akraneskaupstaður var áður búinn að samþykkja að gera drög að verksamningi við Landmótun sf og Sei Stúdíó varðandi deiliskipulag við Langasand og Sólmundarhöfða.

„Ánægjulegt hefur verið að finna í samtölum að ríkur vilji er til að tryggja aðgengi íbúa Akraness og gesta að strandstígnum og hinni einstöku náttúrufegurð sem er á svæðinusegir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri af þessu tilefni.

5. desember 2022

Fundur í skipulags- og umhverfisráði

Skipulags- og umhverfisráð fagnar framkomnum hugmyndum um uppbyggingu íþróttamannvirkja og heilsutengdrar ferðaþjónustu við Jaðarsbakka. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að gerð verði viljayfirlýsing við málsaðila varðandi uppbyggingu á svæðinu.“

Engin nefndarmanna gerir athugasemd eða bókun. Meðal nefndarmanna Ragnar B. Sæmundsson, formaður dómnefndar í samkeppni um skipulag Langasandssvæðisins.

7. desember 2022

Fundur í skóla- og frístundaráði

Skóla- og frístundaráð fagnar framkomnum hugmyndum um uppbyggingu íþróttamannvirkja og heilsutengdrar ferðaþjónustu við Jaðarsbakka. Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að gerð verði viljayfirlýsing við málsaðila varðandi uppbyggingu á svæðinu..“

Engin nefndarmanna gerir athugasemd eða bókun um málið.
Athygli vekur að bæjarstjóri situr þennan fund einungis undir þessum eina lið.

8. desember 2022

Fundur í bæjarráði

Erindi frá Ísold fasteignafélagi annarsvegar og erindi frá KFÍA og ÍA hinsvegar tekin fyrir.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og að vinna að gerð viljayfirlýsingar með Ísold Fasteignafélagi, Íþróttabandalagi Akraness og Knattspyrnufélagi ÍA.“

Viljayfirlýsingin komi svo til umfjöllunar í fagráðum Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

8. desember 2022

Erindi ÍA og KFÍA til Akraneskaupstaðar

ÍA og KFÍA óska eftir heimild bæjarins til að eiga viðræður við nefndan aðila með það að markmiði að leggja fyrir bæjarstjórn tillögu að skipulagi og drög að samkomulagi um hvernig koma megi því skipulagi til framkvæmda“

8. desember 2022

Erindi frá Ísold fasteignafélagi til Akraneskaupstaðar.

Erindi til Akraneskaupstaðar um að hefja formlegt samstarf um byggingu 80 herbergja hótels og baðlóns sem tengist Langasandi og Guðlaugu.
Samkvæmt erindinu þá hafði bæjarstjóri Akraness átt í samtali við fasteignafélagið undanfarna mánuði.

16. desember 2022

Fundur í bæjarráði

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að gerð viljayfirlýsingar vegna hugmynda um uppbyggingu íþróttamannvirkja og heilsutengdrar ferðarþjónustu við Jaðarsbakka með fulltrúum Ísoldar fasteignafélags, Íþróttabandalags ÍA og Knattspyrnufélags Akraness.
Samþykkt 3:0“

Af einhverri ástæðu fjallar bæjarráð aftur um málið og kemst að sömu niðurstöðu að láta bæjarstjóra taka málið lengra.
Formaður dómnefndar í samkeppni um skipulag Langasandssvæðisins Ragnar B. Sæmundsson situr þennan fund og greiðir atkvæði með tillögunni.
Enginn bæjarráðsmaður sér tilefni til að gera athugasemd eða bókanir varðandi þetta mál.

27. janúar 2023

Fundur í bæjarráði

„Drög að viljayfirlýsingu. Bæjarráð fól á fundi sínum þann 16. desember 2022, bæjarstjóra að vinna að gerð viljayfirlýsingar vegna hugmynda um uppbyggingu íþróttamannvirkja og heilsutengdrar ferðaþjónustu við Jaðarsbakka með fulltrúum Ísoldar fasteignafélags, Íþróttabandalagi ÍA og Knattspyrnufélagi Akraness.

Drög að viljayfirlýsingu lögð fram.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og gert ráð fyrir að málið verði lagt fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

Samþykkt 3:0

7. mars 2023

Viljayfirlýsing undirrituð

Göngustígar og umgengni íbúa um svæðið er tryggð og gera má ráð fyrir að hún verði eins og best verður á kosið.

"Mikil áhersla verður lögð á samráð og samtal við bæjarbúa og hagsmunaaðila."

Það er nokkuð ljóst að þetta verkefni verður ekki stöðvað.

7. mars 2023

Viljayfirlýsing

Undirrituð viljayfirlýsing